Svona sparar þú stórfé við heimilisinnkaupin

Ertu týpan sem fer út í búð oft í viku og eyðir alltof miklu í mat. Hér er listi sem er nauðsynlegt að fara yfir ef þú vilt einfalda lífið og spara þér fúlgur fjár.

Gerðu innkaupalista

Ekki bara lista heldur móður allra lista. Lista sem inniheldur allt það sem þú notar reglulega í eldhúsinu. Þannig sparar þú þér að þurfa að gera listann frá grunni.

Farðu yfir eldhússkápana

Ekki kaupa bara eitthvað. Vertu viss um hvað þú átt og kauptu aðeins það sem vantar. Það er allt í lagi að eiga auka eintök af þungaviktarvörum sem eru í mikill notkun en oftar en ekki áttu alltof mikið af því sama.

Verslaðu einu sinni í viku

Ef það vantar eitthvað þá verður þú að redda þér - það er grunnreglan. Með því að skipuleggja vikuna með þessum hætti sparast stórfé í innkaupum.

Gerðu vikuseðil

Og vertu búin/n að ákveða hvað á að vera í matinn alla dagana. Stundum má gera vel við sig og stundum er einfalt best. Ekki flækja þetta of mikið.

Alls ekki - undir nokkrum kringumstæðum - versla með tóman maga

Athugaðu hvað er á niðursettu verði

Það finnast of algjörar gersemar þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert