Aflífa Hr. Hnetu í aðdraganda Ofurskálarinnar

Sam Elliott í auglýsingunni.
Sam Elliott í auglýsingunni.

Það eru sjálfsagt margir sem bíða með eftirvæntingu eftir stærsta íþróttaviðburði vestanhafs þegar Ofurskálin fer fram í Miami 2. febrúar.

Auglýsingarnar eru alltaf útpældar enda dýrustu auglýsingapláss veraldar og leggja fyrirtæki gríðarlegan metnað í að vera með flottustu og eftirtektarverðustu auglýsingarnar.

Í aðdragandanum eru orft birtar svokallaðar for-auglýsingar sem gefa áhorfendum vísbendingu um það sem er í vændum. Hér erum við með auglýsingar frá Cheetos, Doritos, mexíkósku avókadó og Planters sem gefa allar góðar vísbendingar um það sem er í vændum.

Stærstu fréttirnar eru sjálfsagt að Mr. Peanut deyr:

MC Hammer fer með áhorfendur til upphafsins og hvernig Cheetos áttu stóran þátt í einu fægasta lagi heims:

Lil Nas er hér með Doritos í upphitunarauglýsingu fyrir sjáfa Ofurskálina.

Sam Elliot er einnig í Doritos-auglýsingunni sem verður væntanlega rosaleg.

Avókadó-auglýsingarnar þykja oft frekar fyndnar.

Og Jonathan Van Ness úr Queer Eye er í samstafi við Pop Tarts sem verður væntanlega frábær.

Lil Nas og Billy Ray Cyrus.
Lil Nas og Billy Ray Cyrus.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert