Fyrsta ketóbrúðkaup sögunnar?

Ljósmynd/Instagram

Kannski ekki en þegar brúðguminn er á ketó þarf að taka tillit til þess. Sérstaklega ef brúðguminn er Tim Tebow en hann gekk að eiga Demi-Leigh Nels-Peters í Suður-Afríku á dögunum.

Matseðillinn var blanda af suðurafrískum og bandarískum réttum. Margir ketóréttir voru í boði en þó fengu kolvetnafíklarnir eitthvað fyrir sig eins og pasta og djúpsteiktar Oreo-kexkökur!

Einnig var boðið upp á uppáhaldssalat þeirra hjóna sem inniheldur spínat, beikon, ber, agúrkur, edik og ólífuolíu.

Brúðartertan var glæsileg tíu hæða kaka en Tebow var með sína eigin köku sem var kolvetnasnauð ostakaka. Þetta heitir að taka mataræðið alvarlega!

View this post on Instagram

Forever. @demileighnp #tyingthetebow • • @zavionkotzeeventscompany 📷 @hanrihuman

A post shared by Tim Tebow (@timtebow) on Jan 20, 2020 at 5:07pm PSTmbl.is