Stjörnukokkur hjólar í þorramatinn

Ólafur Örn Ólafsson virðist ekki hrifinn af íslenska þorramatnum, miðað …
Ólafur Örn Ólafsson virðist ekki hrifinn af íslenska þorramatnum, miðað við ummæli hans á Twitter í dag. mbl.is/Golli

Ólafur Örn Ólafsson, framleiðslumeistari og stjörnukokkur í íslenska matreiðslugeiranum, virðist ekki sérstaklega hrifinn af íslenska þorramatnum, ef marka má færslu hans á Twitter í dag.

Þar segir Ólafur, sem rekur vínbarinn Tíu Sopa við Laugaveg og er fyrrverandi eigandi Dill, eina veitingastaðarins hérlendis sem hlotið hefur Michelin-stjörnu, að það sé frábært að íþróttafélög haldi skemmtanir þar sem fólk úr hverfunum hittist, borði saman og skemmti sér.

„En væri það ekki enn þá skemmtilegra ef fólk væri að borða góðan mat á svona giggi?“ skrifar stjörnukokkurinn Ólafur.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert