Pönnukökur sem eru svo góðar að þú gætir grátið

Þessar pönnukökur eru trylltar á bragðið svo ekki sé minna …
Þessar pönnukökur eru trylltar á bragðið svo ekki sé minna sagt. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Ef þessar pönnukökur draga ekki alla fjölskylduna fram úr rúminu um helgar mun ekkert gera það. Hér eru pönnukökur í lúxusútgáfu með grískri jógúrt, banönum, sírópi og pekanhnetum. Uppskriftin sjálf er úr hollum og góðum hráefnum sem Hildur Rut fer afar vel með.

Sunnudagssæla í boði Hildar Rutar

 • 3 dl spelt
 • 1 msk. kókospálmasykur
 • 1 tsk. vínsteinslyftiduft
 • ½ tsk. salt
 • 1 tsk. vanilludropar
 • 1 egg
 • 2 msk. ólífuolía
 • 2 msk. grísk jógúrt
 • 2 ½ dl mjólk

Toppið með:

 • Grísk jógúrt
 • 1-2 bananar, skornir smátt
 • Hlynsíróp
 • Pekanhnetur, saxaðar

Aðferð:

 1. Hrærið þurrefnunum saman. Hrærið svo restinni saman við.
 2. Steikið við vægan hita á pönnu. Notið ausu til að skammta í litlar pönnukökur á pönnuna.
 3. Hrærið sírópi við pekanhneturnar. Ristið þær í ofni við 190°C í 5 mínútur, passið að þær brenni ekki.
 4. Að lokum, toppið með grískri jógúrt, banönum, sírópi og ristuðum pekanhnetum.
Mættum við panta þessar pönnsur allar helgar á borðið - …
Mættum við panta þessar pönnsur allar helgar á borðið - takk. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is
Loka