Bon Jovi slær í gegn í veitingabransanum

Jon Bon Jovi á veitingastaðnum Soul Kitchen.
Jon Bon Jovi á veitingastaðnum Soul Kitchen. Skjáskot/People.

Meistari Bon Jovi og eiginkona hans, Dorothea, eru með hjarta úr gulli. Nýjasta verkefni þeirra hjóna er veitingastaðurinn JBJ Soul Kitchen sem staðsettur er við Rutgers-háskólann í Bandaríkjunum. Soul Kitchen er þriðji veitingastaður þeirra hjóna sem byggir á þeirri hugmyndafræði að enginn þurfi að svelta. Þannig er þér það í sjálfvald sett hvort þú borgar fyrir matinn eða ekki. Staðurinn er að mestu rekinn af sjálfboðarliðum sem margir hverjir kjósa að borga fyrir matinn með þeirri aðferð.

Fyrsti staður þeirra hjóna opnaði fyrir tíu árum í kjölfar náttúruhörmunga þar sem mikill skortur var á mat. Með þessari aðferð þarf enginn að upplifa skömm þótt hann eigi ekki fyrir mat og ef þú borgar ekki þá veit enginn af því. Þau hjón segja að þeirra reynsla sé að fólk vilji leggja sitt af mörkum og margir vinna sjálfboðavinnu fyrir sjálfa sig og til að hjálpa öðrum. Hér sé náungakærleikurinn í hávegum hafður og stéttarskipting skipti engu máli þar sem allir sitji við sama borð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert