Cheddar-ketóvöfflur með avókadó og beikoni

Ljósmynd/Gott í matinn

Hér gefur að líta girnilega uppskrift að dásamlegum ostavöfflum sem innihalda ekkert hvítt hveiti og smakkast vel með alls kyns áleggi. Sum sé 100% ketó sem ætti að gleðja marga. 

Cheddar-ketóvöfflur með avókadó og beikoni

1 skammtur

 • 2 egg
 • 50 g rifinn cheddarostur
 • salt
 • chiliflögur eftir smekk (má sleppa)
 • álegg
 • avókadó
 • stökkt beikon
 • sjávarsalt
 • chiliflögur eftir smekk
 • góð ólífuolía

Aðferð

 1. Blandið innihaldsefnum sam­an og bakið ostavöffluna í vöfflu­járni.
 2. Ofan á vöffl­una er svo gott að setja avóka­dó, stökkt bei­kon, chili, salt og ólífu­olíu, en að sjálfsögðu má setja hvaða álegg sem fólk kýs.
mbl.is