Skírnarveislan sem sló öll met

Linda Ben og Birta.
Linda Ben og Birta. Ljósmynd/Linda Ben

Ein af okkar uppáhalds, hún Linda Ben, skírði dóttur sína á dögunum og eins og við var að búast voru veitingarnar ekki af verri endanum. Fylgjendur hennar á Instagram hafa undanfarnar vikur fengið að fylgjast með undirbúningnum og það er ekki annað hægt að segja en útkoman hafi verið stórglæsileg.

Reyndar kemur það ekkert á óvart en Linda hélt sig í lágstemmdum og fallegum skreytingum þar sem lifandi blóm léku stórt hlutverk. 

Við munum að sjálfsögðu birta uppskriftir úr veislunni góðu og óskum Lindu og fjölskyldu innilega til hamingju með fallega nafnið hennar Birtu.

Hægt er að skoða fleiri myndir úr veislunni HÉR.

View this post on Instagram

Athöfnin var svo notaleg og krúttleg 🌿🤍🌿

A post shared by Linda Ben (@lindaben) on Jan 26, 2020 at 1:06pm PST

Ljósmynd/Linda Ben
Hér gefur að líta ostaköku úr smiðju Lindu.
Hér gefur að líta ostaköku úr smiðju Lindu. Ljósmynd/Linda Ben
Makkarónurnar voru heimagerðar.
Makkarónurnar voru heimagerðar. Ljósmynd/Linda Ben
Skreytingarnar pantaði Linda frá Partývörum. Blöðruborðann er best að hengja …
Skreytingarnar pantaði Linda frá Partývörum. Blöðruborðann er best að hengja upp daginn áður til að spara tíma á veisludeginum sjálfum að sögn Lindu. Blómvendirnir saman standa af eucalyptus greinum með berjum, weeping baeckea og bleikum snjóberjum. Blómin klippti hún líka til og notaði sem skreytingar á veitingunum. Ljósmynd/Linda Ben
Prinsessukakan er einstaklega fallega skreytt með snjóberjum og eucalyptus.
Prinsessukakan er einstaklega fallega skreytt með snjóberjum og eucalyptus. Ljósmynd/Linda Ben
Blöðruboginn er einstaklega fallegur.
Blöðruboginn er einstaklega fallegur. Ljósmynd/Linda Ben
Falleg fjölskylda.
Falleg fjölskylda. Ljósmynd/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert