Svona drepur þú rykmaura og bakteríur

mbl.is/Monkey Business Images/Shutterstock

Það er ekki sama hvernig þvegið er ef markmiðið er að losna við rykmaura og bakteríur. Gullna reglan er sú að þvo á hærri hita en hafa ber í huga að ekki allar flíkur þola að vera þvegnar á háum hita. Því miður drepast bakteríur ekki ef notað er kalt vatn, alveg sama hvaða þvottaefni er valið. Ef þú þværð venjulega á 30-40 gráðum er nauðsynlegt að keyra vélina reglulega á 80 gráðum til að drepa bakteríur sem kunna að hafa komið sér fyrir og til að fyrirbyggja vonda lykt.

  • Til að drepa rykmaura og bakteríur er nauðsynlegt að þvo á 60 gráðum hið minnsta og oft þarf að þvo á yfir 80 gráðum.
  • Bakteríur og rykmaurar hverfa ekki fyrr en þær eru dauðar og það er misjafnt hvaða hitastig þær þola.
  • Þvoðu nærföt, rúmföt, handklæði, viskustykki og tuskur á 60 gráðum.
  • Bletti á borð við blóð, hægðir, uppköst og þvag ætti alltaf að þvo á 80 gráðum hið minnsta.
    Fylgdu þessum ráðum til að ná að drepa allar bakteríur ef þær eru til staðar.
  • Ef einhver á heimilinu er með lús, bakteríur, vírus, sveppi eða einhvern smitsjúkdóm ætti að þvo þvottinn á 60 gráðum til að forðast smit til annarra í fjölskyldunni. Þeir sem veikir eru ættu að klæðast fatnaði sem má þvo á 60 gráðum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert