Forréttur fyrir forkunnarfágað fyrirmyndarfólk

Ljósmynd/Colourbox

Þá sjaldan að maður gerir vel við sig er eins gott að gera það almennilega. Ef þú býrð svo vel að komast yfir ferskar ostrur er algjörlega málið að bjóða upp á slíkar enda þykir fátt fínna. Þessi uppskrift er mjög fín en trixið með ostrur er samt að muna að minna er ávallt meira þegar þessar perlur hafsins eru annars vegar.

Það er meira mál að opna þær og hafandi gert það alloft sjálf óskum við ykkur góðs gengis og góðrar skemmtunar — og munið að æfingin skapar meistarann.

Veisluforréttur á örfáum mínútum (fyrir 2)

  • 100-150 g grænkál
  • 2 perur
  • 6 ostrur
  • 1 msk. ólífuolía
  • 10 g piparrót

Aðferð:

  1. Skerið grænkál og perur.
  2. Setjið grænkálið og aðra peruna í matvinnsluvél þannig að allt maukist í hálfgerðan djús (einnig hægt að nota djúsvél ef slík er fyrir hendi). Hellið í skál.
  3. Skerið seinni peruna í litla bita og setjið í skálina. Bætið við ólífuolíu og hrærið varlega saman.
  4. Opnið ostrurnar og losið þær frá skelinni.
  5. Setjið ostrurnar á fat eða disk og hellið smá af blöndunni í hverja ostru.
  6. Rífið ferska piparrót yfir hverja og eina og berið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert