Einn heitasti veitingastaður heims með pop-up á Íslandi

Ljósmynd/MNKY HSE

Veitingastaðurinn MNKY HSE (monkey house) mun yfirtaka veitingastaðinn Burro nú um helgina en viðburðurinn er hugsaður sem æfingabúðir fyrir starfsfólk staðarins.

Til stendur að opna fleiri MNKY HSE-staði í bæði New York og Mið-Austurlöndum og eru æfingabúðirnar liður í þeim undirbúningi.

Að sögn rekstraraðila Burro mun staðurinn mæta með sína matseðla og drykki, hljóðkerfi og innanstokksmuni til að upplifun viðskiptavina verði sem raunverulegust.

MNKY HSE hefur verið gríðarlega vinsæll meðal þotuliðsins sem keppist við að mæta þangað en meðal fastagesta eru Beckham-hjónin, Kate Moss, Vivienne Westwood og Naomi Campbell. Staðurinn þykir einn sá allra heitasti og er í senn veitingastaður og klúbbur. Hann er í Mayfer-hverfinu í nágrenni við veitingastaðina Novikok og Sexy Fish. Bæði GQ og Esquire hafa kallað hann uppáhaldsveitingastaðinn sinn.

Einstakur viðburður sem á engan sinn líka

Búast má við mikilli flugeldasýningu um helgina en um sögulegan viðburð er að ræða þar sem það er óþekkt að jafn frægur veitingastaður og MNKY HSE mæti með allt sitt besta fólk. Það er því ljóst að þetta er viðburður sem enginn má missa af og því eins gott að bóka borð með góðum fyrirvara.

Ljósmynd/MNKY HSE
Ljósmynd/MNKY HSE
Ljósmynd/MNKY HSE
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »