Fáðu frían hamborgara fyrir mynd af fyrrverandi

Eitt stykki Whopper fyrir þá einhleypu á Valentínusardaginn.
Eitt stykki Whopper fyrir þá einhleypu á Valentínusardaginn. mbl.is/Mullenlowe

Það síðasta sem þú vilt hugsa um á valentínusardaginn er fyrrverandi maki – eða viljum við kannski fara að rifja upp gamlar minningar þegar djúsí hamborgari er í boði?

Ákveðnir Burger King-staðir í New York, Los Angeles, San Francisco og Boston munu bjóða upp á svokölluð Birds of Prey-þematengd „breakup boxes“. Fyrir þá sem ekki vita er Birds of Prey væntanleg bíómynd með Margot Robbie í aðalhlutverki. Svo ef þú mætir á Burger King með mynd af fyrrverandi maka og treður henni inn í eitt af boxunum færðu frían Whopper í staðinn.

Það er því í fínasta lagi að vera einhleyp/ur á valentínusardaginn þegar um slíkt kostaboð er að ræða. Stóra spurningin er samt sú hvort við eigum til einhverja ljósmynd af fyrrverandi kærasta eða kærustu því flestir eyða út öllum þeim myndum sem tengja mann við hinn aðilann strax eftir skilnað.

Þetta par er hætt saman og ætti að fara með …
Þetta par er hætt saman og ætti að fara með mynd af hvort öðru á næsta Burger King stað til að fá frían hamborgara. mbl.is/Colourbox
mbl.is