Nýjasta æðið fær þig til að langa að brjóta matarstellið

Brotin en samt svo falleg! Kintsugi setur svo sannarlega sinn …
Brotin en samt svo falleg! Kintsugi setur svo sannarlega sinn svip á skálina sem undir öllum kringumstæðum hefði verið hent í ruslið. mbl.is/nomliving.com

Við erum ekkert að grínast með vinsældirnar á kintsugi þessa dagana. Ef þú ert ekki kunnug/ur þessari japönsku hefð, þá er kominn tími til.

Kintsugi er samsetning af tveimur orðum, „kin“ sem þýðir peningar eða gull og „tsugi“ sem merkir að setja saman eða laga eitthvað. En það er akkúrat það sem hefðin er um, „að laga með gulli“.

Þessi japanska hefð kennir okkur að halda í það sem sem hefur brotnað eða skemmst í staðinn fyrir að henda því út. Þannig hugsum við betur um umhverfið og hluturinn fær nýtt líf. Brotinn diskur eða skál verður hreint út sagt fallegri ef eitthvað er eftir til að nota kintsugi. Hægt er að velja á milli gullblöndu eða silfur. Þú færð varla persónulegra matarstell í skápana ef þú verður verður fyrir því óhappi að eitthvað brotni.
Fyrir áhugasama má nálgast kintsugi-kitt á síðu Yonobi HÉR.

mbl.is/Instagram
mbl.is/Instagram
mbl.is/Instagram
mbl.is