Svona lengir þú líftíma berjanna

Jarðarber eru einstaklega bragðgóð og nú er hægt að njóta …
Jarðarber eru einstaklega bragðgóð og nú er hægt að njóta bragðsins enn betur. mbl.is

Hver kannast ekki við að kaupa kíló af bústnum og fallegum berjum úti í búð og kortéri seinna eru þau farin að skemmast inni í ísskáp? Ef marka má fréttina hér að neðan er þetta nákvæmlega það sem gerst hefur og kemur ekki til af góðu.

En það er til aðferð sem fæstir kunna sem fær berin til að endast umtalsvert lengur. Það er matarsérfræðingurinn og blaðamaðurinn Harold McGee sem fullkomnaði aðferðina eftir miklar tilraunir en hann var orðinn leiður á að berin skemmdust langt fyrir aldur fram.

Aðferðin sem hann fann út að virkaði best er að dýfa berjunum í 51 gráðu heitt vatn í 30 sekúndur. Þetta hægir á myglu og skemmdum á berjunum og lengir líf þeirra umtalsvert. Gætið þess jafnframt að pakka berjunum haganlega þegar þið setjið þau í kæli og passið upp á að þau hafi gott loftflæði og ekki sé þröngt um þau.

Heimild: New York Times
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert