Eggjakakan sem þykir sú allra besta

Eggjakaka með beikoni, kartöflum og grófu pestói - namm!
Eggjakaka með beikoni, kartöflum og grófu pestói - namm! mbl.is/Winnie Methmann_Femina.dk

Þessi snilld er svo ljúffeng og matarmikil að hún dugar fyrir fjóra svanga maga – og er þá tilvalin sem léttur réttur að kvöldi. Hér er eggjakaka í allri sinni mynd með beikoni, kartöflum og pestó.

Eggjakaka sem þú borðar í kvöldmat

 • 200 g kartöflur
 • 6 egg
 • 1 dl mjólk
 • Salt og pipar
 • 100 g beikon
 • Gróft brauð

Gróft pestó:

 • 50 g möndlur
 • Fersk basilika
 • 25 g parmesan

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 200°C.
 2. Sjóðið kartöflurnar, skrælið og skerið í grófa bita.
 3. Pískið egg og mjólk saman og kryddið með salti og pipar. Steikið beikonið á pönnu og látið fituna leka af á eldhúspappír. Hellið því næst eggjablöndunni á pönnuna og dreifið kartöflunum yfir. Setjið inn í ofn í 20 mínútur.
 4. Pestó: Ristið möndlurnar létt á þurru pönnu. Saxið basilikuna og rífið niður parmesan-ostinn. Blandið öllu saman í skál.
 5. Toppið eggjakökuna með beikoni og grófu pestó. Berið fram með ristuðu góðu brauði.

Uppskrift: Emma Martiny

mbl.is