Hætti að drekka vatn fyrir ári síðan

Sophie hefur ekki drukkið vatn í heilt ár, en hún …
Sophie hefur ekki drukkið vatn í heilt ár, en hún hefur tileinkað sér lífsstíl sem kallast „dry-fasting“. mbl.is/Instagram@Pimmpyourprana / Caters News Agency

Jógakennarinn og næringarráðgjafinn Sophie Partik er ein þeirra sem eru sérlegir talsmenn ákveðins lífernis sem kallast „dry-fasting“ – en Sophie hefur ekki drukkið vatn í eitt ár.

Hún er 35 ára gömul og býr á Balí. Hún hætti að drekka vatn fyrir ári og fær allan sinn vökva úr ávöxtum og grænmeti í staðinn.

Sophie segir að sér hafi aldrei liðið betur þó að læknar hafi verið alfarið á móti þessari ákvörðun hennar. Áður glímdi hún við verki í liðum, þrútin augu, matarofnæmi og barðist við óhreina húð sem hún segir vera á bak og burt. Læknar ráðlögðu henni t.d. að fara í aðgerð til að taka pokana í kringum augun en eftir að hún byrjaði að þurrfasta fóru bólgurnar fljótlega að minnka.

Hún tileinkar sér lífsstílinn „dry-fasting“ þar sem hún borðar hvorki né drekkur í 13-14 tíma á sólarhring. Líkaminn fær vökva í gegnum nýkreistan ávaxtasafa og kókosvatn. Sophie heldur því fram að kranavatn fái nýrun til að vinna of mikið og þér finnist þú útþaninn í stað þess að vökva líkamann sem skyldi.

Sophie segir að það hafi tekið smá tíma að venjast nýja líferninu. Heilinn byrjar að segja þér að þú sért þyrstur og munnurinn verður þurr. En þetta snýst allt um að láta ekki undan þó að freistingarnar séu allt um kring. Og í stað þess að hugsa stanslaust um mat hafi hún enn meiri tíma fyrir aðra hluti.

Það hafa þó ekki allir fullan skilning á þessu breytta líferni, því fjölskylda Sophie á mjög erfitt með að sætta sig við þetta þó að henni sjálfri hafi aldrei liðið betur.

Rétt er að benda á að þú kemst í gegnum þrjá daga án vatns. Það eru ekki til miklar rannsóknir varðandi þennan tiltekna lífsstíl, þurrföstu. Eins eru engar beinar sannanir til fyrir því að líkamlegir kvillar eða önnur einkenni sem minnka eða hverfa séu mataræðinu að þakka. Þá ber alltaf að fara varlega með allt sem viðkemur líkamanum og heilbrigði hans.

Áður en Sophie byrjaði á nýjum lífsstíl, var hún að …
Áður en Sophie byrjaði á nýjum lífsstíl, var hún að glíma við allskyns kvilla í líkamanum og þar á meðal bólgin augu. mbl.is/Instagram@Pimmpyourprana / Caters News Agency
Hún sækir allan sinn vökva í gegnum ávexti og grænmeti.
Hún sækir allan sinn vökva í gegnum ávexti og grænmeti. mbl.is/Instagram@Pimmpyourprana / Caters News Agency
mbl.is/Instagram@Pimmpyourprana / Caters News Agency
mbl.is