Hinn fullkomni helgarkjúklingur

Sítrónukjúklingur með kartöflum og rósmarín getur ekki klikkað.
Sítrónukjúklingur með kartöflum og rósmarín getur ekki klikkað. mbl.is/Coop.dk

Þú ert að fara að bjóða fjölskyldunni upp á sítrónukjúkling með kartöflum og rósmarín um helgina. Uppskriftin er miðuð við sex eða fjóra mjög svanga maga.

Hinn fullkomni helgarkjúklingur

 • 1,5 kg kartöflur
 • Smjör
 • Salt og pipar
 • 2 stór hvítlauksrif
 • 1 sítróna
 • Ferskt rósmarín
 • 2 kjúklingar frá Ali
 • 1 dl vínber

Aðferð:

 1. Stillið ofninn á 225°C.
 2. Skrælið kartöflurnar og skerið í skífur.
 3. Smyrjið bökunarplötu og leggið kartöflurnar þar á. Kryddið með salti og pipar og veltið kartöflunum upp úr ásamt smátt söxuðum hvítlauk og safa úr hálfri sítrónu. Dreifið úr kartöfluskífunum og leggið rósmarínstilka ofan á.
 4. Klippið kjúklinginn niður og leggið ofan á kartöflurnar. Kryddið með salti og pipar.
 5. Dreifið vínberjum yfir og setjið inn í ofn.
 6. Steikið í um það bil 45 mínútur þar til skinnið á kjúklingnum verður gyllt og kjötið steikt í gegn – og kartöflurnar mjúkar.
 7. Berið fram með því meðlæti sem óskað er og kreistið sítrónusafa yfir réttinn fyrir þá sem það vilja.
mbl.is