Girnilegur lax í rjómapasta

Fullkominn mánudagsréttur, lax með pasta í rjómasósu.
Fullkominn mánudagsréttur, lax með pasta í rjómasósu. mbl.is/Coop.dk

Mánudagsrétturinn er mættur á borðið – en það er lax í rjómapasta með spínati í matinn. Eitthvað ofureinfalt sem þreytir okkur ekki í eldhúsinu í byrjun vikunnar.

Girnilegur lax í rjómapasta

  • 400 g pasta
  • 250 g ferskt spínat
  • 200 reyktur lax
  • 1 dl rjómi
  • Hvítlauksrif
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Sjóðið pastað í léttsöltu vatni.
  2. Skerið laxinn í litla bita.
  3. Hellið vatninu af pastanu og setjið rjómann út í pottinn með pastanu. Bætið spínatinu saman við ásamt hvítlauknum, salti og pipar.
  4. Veltið öllu vel saman á lágum hita þar til rjóminn verður kremkenndur á pastanu og spínatinu.
  5. Að lokum kemur laxinn út í og blandið vel saman. Smakkið til með salti og pipar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert