Algeng mistök með skurðarbretti

Hvernig skurðarbretti ert þú að nota? Ertu með eitt fyrir …
Hvernig skurðarbretti ert þú að nota? Ertu með eitt fyrir grænmeti og annað fyrir kjöt? mbl.is/Colourbox

Skurðarbretti er eitt af þeim áhöldum sem við notum hvað mest í eldhúsinu. Við setjum ógrynni af ólíkum matvörum á brettin og könnumst öll við eftirfarandi atriði.

Þú blandar saman hráu kjöti og grænmeti
Við eigum ekki að nota sama brettið undir kjöt og grænmeti þar sem bakteríur flytja sig auðveldlega á milli – sérstaklega af fuglakjöti. Best er að eiga eitt bretti undir kjöt og annað undir grænmeti en plastbretti eru tilvalin fyrir kjötvörur þar sem auðvelt er að þrífa þau.

Skurðarbrettið rennur til á borðinu
Reyndu að velja bretti sem er stöðugt á borði því þú gætir annars skorið í fingurna á þér. Annars er gott húsráð að leggja rakt viskastykki á borðið og brettið þar ofan á til að það haldist kyrrt.

Of lítið bretti
Það er alveg fráleitt að nota bretti sem er of lítið. Prófaðu að leggja hnífinn á ská frá einu horni til annars og ef hnífurinn er lengri en brettið, þá þarftu að finna fram stærra bretti.

Brettið í uppþvottavélina
Hvorki tré- né plastbretti hafa gott af því að vera of lengi undir háu hitastigi, og þá sérstaklega trébretti. Þess vegna er best að þvo brettin undir heitu vatni og sápu og skrúbba vel og vandlega, sérstaklega eftir að hafa meðhöndlað kjötvörur. Til að ganga úr skugga um að brettið verði alveg hreint skaltu blanda saman ediki og vatni og láta það liggja í smá tíma á brettinu áður en þú vaskar það upp.

Marmarabretti
Bretti úr marmara eða corian eru falleg til að bera fram á en eru ekki bestu skurðarbrettin þar sem þau eru bæði sleip og þau geta skemmt bitið á hnífunum þínum.

Gömul skurðarbretti
Þegar brettið er orðið slitið og fullt af rifum er tími til að fylgja því í tunnuna. Í fyrsta lagi er erfiðara að þrífa það og í öðru lagi fyllast rifurnar bara af bakteríum sem þú vilt ekki að smitist í næstu matargerð.

Það fer ekki vel með trébretti að setja þau í …
Það fer ekki vel með trébretti að setja þau í uppþvottavélina. Best er að þvo þau upp úr heitu vatni og sápu. mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert