Faldi peninga til að fá börnin í húsverkin

Það virðist engu skipta hvort peningur liggi í ruslinu, það …
Það virðist engu skipta hvort peningur liggi í ruslinu, það vill hann enginn. mbl.is/Facebook

Þegar þú verður svo þreytt/ur á því að vera eini aðilinn á heimilinu sem sinnir húsverkunum – þá grípur þú til allra ráða og prófar þig áfram.

Kona nokkur í Ástralíu var orðin svo dauðþreytt á börnunum sínum og eiginmanni þar sem þau tóku aldrei til hendinni á heimilinu, sama hversu mikið drasl var búið að safnast upp. Í örvæntingu dró hún fram nokkra seðla og skrifaði á þá „sá á fund sem finnur“. Síðan stakk hún þeim á ýmsa staði þar sem þurfti að taka til hendinni – t.d. á tóma klósettrúllu sem lá á gólfinu. En sex dögum seinna var rúllan enn þá á gólfinu og önnur tóm hafði bæst í hópinn.

Konan deildi tilraun sinni á Facebook þar sem ummælin létu ekki á sér standa. Ein kona sagði að enginn í fjölskyldunni hennar myndi taka upp draslið þótt það myndi bjarga lífi hans. Á meðan önnur sagði að börnin hennar myndu eflaust taka peninginn en henda ruslinu aftur á gólfið.
Það eru því fleiri að glíma við þetta sameiginlega „vandamál“ sem virðist vera kunnugt um allan heim. 

Stórkostleg tilraun sem áströlsk móðir gerði á börnunum sínum og …
Stórkostleg tilraun sem áströlsk móðir gerði á börnunum sínum og eiginmanni. Það tók enginn upp rusl af gólfinu í heila viku. mbl.is/Facebook
mbl.is/Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert