Kjúklingabringur með ferskum mozzarella

Ljósmynd/Gott í matinn

Góð kjúklingauppskrift er gulli betri og þessi er hreint afbragð svo ekki sé fastar að orði kveðið. Hér erum við með ferskan mozzarella og almenn ítölsk áhrif sett saman á einfaldan en bragðmikinn hátt.

Góður réttur sem klikkar ekki.

Kjúklingabringur með ferskum mozzarella

Fyrir fjóra

  • 4 stk. kjúklingabringur
  • 1 tsk. þurrkað óreganó
  • 1 tsk. þurrkuð basilíka
  • 1 msk. ólífuolía
  • 2 stk. pressuð hvítlauksrif
  • 1⁄3 bolli balsamik-edik
  • 2 1⁄2 msk. púðursykur
  • 1 1⁄2 bolli kirsuberjatómtar, skornir í tvennt
  • 2 stk. stór mozzarellakúla, skorin í sneiðar (1-2 stk.)
  • 1⁄2 bolli fersk basilíka
  • salt og pipar

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 210°C.
  2. Kryddið kjúklingabringurnar með óregangó, basilíku, salti og pipar.
  3. Hitið olíu á pönnu (sem má fara í ofn, ef þið eigið slíka) og steikið kjúklingabringurnar í um 4 mín. á hvorri hlið. Færið bringurnar yfir á disk og takið mesta vökvann af pönnunni, en skiljið eftir um teskeið á pönnunni.
  4. Setjið pönnuna aftur á helluborðið og steikið hvítlaukinn í um 1 mínútu. Bætið balsamik-ediki og púðursykri á pönnuna og hrærið saman. Látið sjóða og hrærið reglulega í þangað til sósan þykknar, en þetta tekur bara nokkrar mínútur.
  5. Setjið kjúklinginn aftur á pönnuna og veltið upp úr balsamikblöndunni. Ef pannan má ekki fara í ofn þarf að færa bringurnar í eldfast mót á þessum tímapunkti.
  6. Raðið helmingnum af tómötunum í kringum kjúklinginn og bakið í ofni í 30 mínútur viði 210°C, eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.
  7. Takið kjúklinginn út og raðið niðurskornum mozzarella-sneiðum ofan á hann og setjið aftur inn í ofn í um 5 mínútur, eða þar til osturinn hefur bráðnað.
  8. Takið kjúklinginn úr ofninum og stráið restinni af tómötunum og ferskri basilíku yfir réttinn.
  9. Ef þið viljið meiri balsamik-gljáa en er á pönnunni/eldfasta mótinu er hægt að búa til auka skammt úr 1/3 bolla af balsamik-ediki og 2 msk. af púðursykri, en gljáann er upplagt að útbúa á meðan kjúklingurinn er í ofninum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert