Rándýrt lúkk á einföldu eldhúsi

Mild litapallettan er ótrúlega falleg.
Mild litapallettan er ótrúlega falleg. Ljósmynd/Nordic Design

Þetta eldhús er óskaplega fallegt og öðruvísi. Það lítur út fyrir að vea sérsmíðað og kosta formúgu en svo þarf ekki endilega að vera. Hér er það frágangurinn og smáatriðin sem skipta gríðarlegu máli og ekki spillir litapallettan fyrir. Hér eru allar reglur brotnar en á svo lágstemmdan hátt að það er upp á tíu!

Eldavélin er algjört æði en sambærilegar vélar er meðal annars …
Eldavélin er algjört æði en sambærilegar vélar er meðal annars hægt að fá í Kokku á Laugavegi. Ljósmynd/Nordic Design
Ljósmynd/Nordic Design
Eldhúsið er ákaflega einfalt á að líta en vel er …
Eldhúsið er ákaflega einfalt á að líta en vel er hugsað út í hvert smáatriði og frágangurinn er einstakleg fínlegur sem skilar sér í rándýru útliti. Ljósmynd/Nordic Design
mbl.is