Nýr drykkur sem vinnur gegn streitu og álagi en skerpir einbeitningu

Ljósmynd/Aðsend

Við elskum vörur sem bæta lífsgæði okkar og þessi fellur klárlega í þann flokk en á dögunum kom í verslanir nýr drykkur sem vinnur gegn álagi og streitu, auk þess að skerpa einbeitingu og lærdómsgetu. Slow Cow er sagður frábrugðinn hefðbundnum orkudrykkjum að því leiti að hann er koffínlaus, sykurlaus og án hitaeininga og rotvarnarefna.

Slow Cow inniheldur náttúruleg innihaldsefni á borð við L-teanín, garðabrúðu, píslarblóm og hjartalind sem eru þekkt fyrir streitulosandi og róandi áhrifamátt sinn til að ná hugarró í aðdraganda streitu, undir álagi eða í kjölfar áreitis, hvort sem er í starfi, námi, eftir æfingar eða í daglegu amstri.

Drykkurinn er létt kolsýrður með drekaávaxtar og sítrónubragði og fæst meðal annars í öllum verslunum Hagkaup.

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert