Gordon Ramsay mætti sem kvenmaður

Gordon Ramsay sem kvenmaður.
Gordon Ramsay sem kvenmaður. Ljósmynd/skjáskot af Instagram

Það verður ekki af honum tekið að hann er sniðugur hann Gordon Ramsay. Í nýjustu þáttaröð sinni 24 Hours to Hell and Back tekur hann veitingastaði í gegn eins og honum einum er lagið en byrjar á því að mæta á svæðið í dulargervi.

Í þessum fyrsta þætti tókst honum heldur betur vel upp eins og má sjá í myndbrotinu hér að neðan og dulbjó sig sem kvenmaður. Var útkoman bara nokkuð góð eins og sjá má ...

mbl.is