Kokkalandsliðið farið úr landi

Ljósmynd/Aðsend

Kokkalandslið Ísland er mætt til Stuttgart í Þýskalandi þar sem það keppir á Ólympíuleikunum í matreiðslu. Alls keppa 32 landslið en íslenska liðið hefur átt góðu gengi að fagna undanfarin ár.

Keppnin hefst formlega á morgun, þegar keppt verður í svokölluðu Chefs Table og á þriðjudag verður keppt í Hot Kitchen.

Að sögn Björns Braga Bragasonar, forseta Klúbbs matreiðslumeistara, verða alíslenskar áherslur í gegnum keppnina og sérvalið íslenskt hráefni notað. „Liðið keppir stolt fyrir hönd íslensku þjóðarinnar í alþjóðlegum stórkeppnum og þróar um leið íslenskt eldhús og matarhefðina. Við byggjum á gömlum merg hvað varðar hráefnin okkar en um leið fögnum við og tileinkum við okkur þær aðferðir, stefnur og strauma sem berast utan úr heimi. Kokkalandsliðið er samsett af hópi kvenna og karla, nútíma Íslendingum sem eiga uppruna sinn víða í veröldinni," segir Björn Bragi.

Snorri Victor Gylfason Sigurjón Bragi Geirsson, þjálfari Kristinn Gísli Jónsson …
Snorri Victor Gylfason Sigurjón Bragi Geirsson, þjálfari Kristinn Gísli Jónsson (efstur á myndinni) Snædís Xyza Jónsdóttir Ocampo Ísak Aron Jóhannsson (næst eftstur) Jakob Zarioh Baldvinsson Sindri Guðbrandur Sigurðsson (neðst til hægri) Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert