Fékk sér hamborgara áður en hún steig á svið

AFP

Við erum ekki að tala um Beyonce... né neina aðra mennska ofurstjörnu. Hér er átt púðluhundinn Sibu sem sigraði á dögunum í hinni goðsagnakenndu Westminister-hundakeppni og má því til sanns vegar færa að hún sé glæsilegasti hundur veraldar.

Siba hefur skemmtilegan persónuleika. Að sögn eiganda hennar er hún meðvituð um að hún sé að keppa og leggur sig alla fram. Oftar en ekki þarf hún töluverða hvíld eftir mót enda örmagna og svo skiptir mataræðið öllu.

Og hvað borðar Siba fyrir mót? Að sögn eiganda hennar er rútínan einföld. Siba fær sér McDonalds til að koma sér í rétta gírinn og nokkuð ljóst að Siba er búin að finna réttu formúluna.

Hin stórglæsilega Siba kom, sá og sigraði.
Hin stórglæsilega Siba kom, sá og sigraði. AFP
mbl.is