Ómótstæðileg eggjakaka úr afgöngum

Það er frábært að nýta afgangana úr ísskápnum í eggjaköku.
Það er frábært að nýta afgangana úr ísskápnum í eggjaköku. mbl.is/Coop.dk

Hér nýtum við það grænmeti sem til er í ísskápnum í girnilega eggjaköku sem er bökuð í ofni. Algjörlega fullkomið að byrja helgarnar á þessum nótum.

Bökuð eggjakaka úr afgöngum (fyrir 2)

  • Blandað grænmeti sem til er í ísskápnum
  • 6 egg
  • Salt og pipar
  • 1 msk. rifin piparrót
  • Handfylli ferskt estragon (má vera þurrkað)
  • 50 g rifinn ostur
  • Hálf fenníka
  • 4 litlir tómatar
  • Ólífuolía

Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 180°C á blæstri.
  2. Skerið grænmetið í grófa bita og steikið á heitri pönnu upp úr olíu. Kryddið með salti og pipar.
  3. Pískið eggin saman með smá salti og pipar. Þegar grænmetið hefur verið á pönnunni í 3-5 mínútur, hellið þá eggjunum yfir ásamt piparrótinni. Stráið smá osti og estragon yfir.
  4. Bakið eggjakökuna í ofni í 20 mínútur.
  5. Skerið botninn og ysta lagið af fenníkunni og skerið í þunna strimla. Skerið tómatana til helminga. Hellið smá olíu, salti og pipar yfir fenníkuna og tómatana.
  6. Takið eggjakökuna úr ofninum og berið fram með ferskum tómötum, fenníku og estragon.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert