Af hverju skiptir hitastig mjólkur máli?

Mjólk er holl og góð.
Mjólk er holl og góð. mbl.is/Getty Images

Oft kalla uppskriftir á að hitastig mjólkur sé fremur hátt - oft nálægt suðu (83 gráður) en af hverju skiptir það máli kunna margir að spyrja?

Ástæðan er sú að hitinn brýtur niður próteinið í mjólkinni sem myndi annars draga úr áhrifamætti glúteins í bakstri og koma í veg fyrir að deigið hefist almennilega.

Þannig að þið sjáið að það er mikilvægt að fara nákvæmlega eftir uppskriftum enda lykilatriði að vera með það á hreinu hvort próteinið á að vera niðurbrotið eður ei.

mbl.is