Pastellitir það heitasta í eldhúsið í dag

Annar af nýju vorlitunum frá Stelton – en liturinn kallast …
Annar af nýju vorlitunum frá Stelton – en liturinn kallast Cantaloupe. mbl.is/Eva Solo

Það er tími til að klæða eldhúsið í pastelliti fyrir vorið sem við horfum svo hlýtt til þessa dagana í kuldanum. En Eva Solo og Stelton eru komin skrefinu lengra og kynna nýja liti til leiks.

Þar sem við stefnum óðfluga á hækkandi sól hefur Eva Solo sett eitthvað af klassísku vörunum sínum í mjúka pasteltóna. Nýju litirnir kallast Soft Blue og Cantaloupe, sem má finna í vatnsglösum, termoflöskum, vatnskaröflu og fleiru sem við getum auðveldlega fyllt eldhússkápana með.

Við erum líka að sjá pastelliti hjá RIG-TIG, sem er dótturfyrirtæki Stelton. Það kynnir eldhúsgræjur sem taka okkur aftur til fimmta áratugarins hvað útlit á hönnuninni varðar. En það er hönnunarteymið Unit10 sem hannaði vörurnar. Og eitt ber að nefna, að í handþeytaranum dregur þú snúruna úr vélinni svo snúran flækist aldrei fyrir þér þegar þeytarinn er ekki notkun.

Vorið kallar á okkur í nýju pastellitunum frá Eva Solo. …
Vorið kallar á okkur í nýju pastellitunum frá Eva Solo. Þessi litur er nýr og kallast Soft Blue. mbl.is/Eva Solo
Halló nostalgía! Nýjar vörur í pasteltónum frá RIG-TIG eru geggjaðar.
Halló nostalgía! Nýjar vörur í pasteltónum frá RIG-TIG eru geggjaðar. mbl.is/Rig-Tig
mbl.is