Svalasta hverfisbúlla landsins

Eldgrilluð rib-eye súrdeigsloka. 120gr rib eye steik, steiktir sveppir og …
Eldgrilluð rib-eye súrdeigsloka. 120gr rib eye steik, steiktir sveppir og rauðlaukur með bernaise sósu. Kristinn Magnússon

Ein skemmtilegasta hverfisbúlla landsins, Brauðkaup á Kársnesinu, er sannarlega orðin máttarstólpi í hverfinu. Hún vex og dafnar og hefur nú bætt við sig heitum mat svo að nú mætti með réttu kalla staðinn hverfisbúllubakarí – sem er auðvitað ekki orð en á engu að síður svo vel við hugmyndafræðina sem liggur að baki og svínvirkar.

Það voru sex vinir sem ákváðu einn góðan veðurdag að þeir ætluðu að opna bakarí – sem væri samt ekki hefðbundið bakarí. Allir voru þeir úr hverfinu og höfðu því sterkar rætur og skýra sýn á hvernig þeir vildu sjá hverfið þróast og hvaða þjónusta yrði að vera í boði. Úr varð Brauðkaup sem hefur notið mikilla vinsælda og hefur áfram að stækka og dafna í höndum þeirra félaga.

Af hverju ákváðuð þið að bæta þessu við?

„Við eignuðumst húsið í maí 2018, en þá var Kornið og sjoppa með rekstur þarna. Í lok desember 2018 fer Kornið svo á hausinn og við setjum allt á fullt að hefja rekstur á Brauðkaupum, sem hófu starfsemi sína 6. febrúar 2019. Í lok september rann svo leigusamningur sjoppunnar út og við förum þá aftur á fullt með að stækka Brauðkaup sem voru opnuð eftir viðbæturnar í lok nóvember. Okkar framtíðarsýn á þetta fallega hús við inngang Kársness er að hafa veitingarekstur í öllu húsinu, þannig að þetta var bara eðlilegur þáttur í okkar framtíðarsýn,“ segir Jóhannes Hlynur Hauksson, einn eigenda staðarins.

Með stækkun Brauðkaupa er ekki bara boðið upp á súrdeigsbrauð, kaffi, bakkelsi og úrvals samlokur. „Nú höfum við bætt við steikarhamborgurum, pönnukökum, djúpsteiktum vængjum, kúluís og sjeikum. Þannig bjóðum við upp á þrjá mismunandi borgara, en allir eru þeir 120 g steikarborgarar sem innihalda chuck-nautasteik, lund og fillet ásamt 25% fituhlutfalli, sem gerir þá extra djúsí. Þetta grillum við alltaf medium/medium rare þannig að borgarinn er safaríkur og meyr. Svo notum við cheddarost og Óðals-Búra til að fullkomna þetta. Og auðvitað erum við áfram með grilluðu súrdeigssamlokurnar okkar, Don Heffe, De Niro og Kylie Jenner. Höfum svo bætt við Nelson, sem er lambakjötsloka, og Rocky Ribeye, sem segir sig dálítið sjálf. Þessu er hægt síðan að breyta í máltíð (franskar og gos) fyrir litlar 400 kr. Við höfum reynt eftir megni að vera sanngjarnir í verði og þannig er enginn réttur yfir 2.000 kr. – nema fjölskyldutilboðið okkar. Vonandi geta núna þá flestir fundið eitthvað við hæfi sem koma í heimsókn til okkar í Brauðkaupin litlu.“

Eins og fram hefur komið er Brauðkaup verkefni sex félaga sem búa nánast allir á Kársnesinu. Það er margt búið að ræða og pæla og dreyma. En Brauðkaup eru hægt og rólega að þróast í að vera eitthvað sem á engan sinn líka; svona hverfisstaður með þægilegu andrúmslofti og alls konar fyrir alla, súrdeigsbrauð, bakkelsi, kaffi, hamborgara, samlokur, ís og sjeik. „Við köllum þetta oft fyrsta „burger joint bakery“ á Íslandi. Við erum allavega mjög ánægðir með það sem við höfum og ekki síður það sem við stefnum að.“

Eitthvað sem hefur komið á óvart?

„Viðtökurnar. Þær hafa verið æðislegar og umfram vonir. Kársnesingar og aðrir sem sækja okkur heim hafa tekið þessu mjög vel og gera það klárlega að verkum að við getum haldið áfram að þróa okkar framtíðarsýn,“ segir Jóhannes.

Hver eru næstu skref?

„Næstu skref eru að reka Brauðkaup vel og bjóða upp á úrvals mat og þægilega stemningu. Við viljum halda vel utan um hlutina á næstu mánuðum og misserum. Kannski bæta einu og einu við matseðilinn, svo gerum við eitthvað skemmtilegt þegar sólin fer að rísa og sumarið kemur.“

Hvernig sjáið þið framtíðina fyrir ykkur?

„Rekstur og starfsemi í öllu húsinu. Brauðkaup stækki og dafni vel. Og við félagarnir allir bestu vinir áfram.“

Grillaðir lime kjúklingavængir m/ lime zest & sjávarsalti.
Grillaðir lime kjúklingavængir m/ lime zest & sjávarsalti. Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
Stökkar franskar m/ostasósu ,chipottle chilli mayo, vorlauku, chilli og beikoni.
Stökkar franskar m/ostasósu ,chipottle chilli mayo, vorlauku, chilli og beikoni. Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
Veganborgarinn JAQUINN Eldgrillað vegan buff, rauðkáls kimchi, romain salati og …
Veganborgarinn JAQUINN Eldgrillað vegan buff, rauðkáls kimchi, romain salati og svart hvítlauks sósu. Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
Ostborgari Grófhakkað rib eye, nautalund &chucksteik og hárétt magn fitu. …
Ostborgari Grófhakkað rib eye, nautalund &chucksteik og hárétt magn fitu. Cheddar ostur, búri, dill gúrkur, piklaður laukur, tómatur, lambhaga salat, japanskt mayo og sætt sinnep. Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »