Dill endurheimtir Michelin-stjörnuna

Gunnar Karl Gíslason þegar hann veitti Michelin-stjörnunni viðtöku í dag.
Gunnar Karl Gíslason þegar hann veitti Michelin-stjörnunni viðtöku í dag. skjáskot

Veitingastaðurinn Dill hefur endurheimt Michelin-stjörnuna sína sem hann missti í febrúar á síðasta ári. Frá þessu var greint nú síðdegis við hátíðlega athöfn í Þrándheimi í Noregi. Eigandi veitingastaðarins, Gunnar Karl Gíslason matreiðslumeistari, var staðráðinn í að endurheimta stjörnuna. 

Gunnar bjó um tíma í New York en ákvað að snúa aftur heim og standa við stóru orðin sem hann greinilega gerði. Hann greindi frá þessum áformum sínum í viðtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins á síðasta ári.  

Gunnar Karl Gíslason á Dill.
Gunnar Karl Gíslason á Dill. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
skjáskot
mbl.is