Níu atriði sem trufla svefninn þinn

Við viljum alls ekki að neitt trufli svefninn okkar á …
Við viljum alls ekki að neitt trufli svefninn okkar á nóttunni. mbl.is/Colourbox

Við viljum ekki að neitt raski ró okkar á nóttunni og trufli svefninn okkar. Því svefninn er það mikilvægasta sem við höfum til að safna orku og koma endurnærð inn í nýjan dag. Hér eru nokkur atriði sem geta truflað svefninn hjá okkur, sem auðvelt er að laga.

Of mikið af púðum og teppum
Það er geggjað kósí að leggjast upp í rúm með fullt af koddum og púðum, og sökkva sér niður í draumalandið. En það er ekki það besta þegar líða fer á nóttina. Auka teppi getur látið þér verða allt of heitt og púðar út um allt rúm taka plássið.

Liturinn á veggnum
Samkvæmt rannsókn sem gerð var af Travelodge hafa sumir litir neikvæð áhrif á svefninn þinn. Það eru litir eins og brúnn, fjólublár, gull eða rauður. Aftur á móti eru blár, gulur og grænn góðir litir fyrir svefninn.

Snooze-takkinn
Það er dásamlegt að fá auka 15 mínútna svefn á morgnana. En þegar þú snooz-ar og sofnar aftur truflast REM-svefninn þinn sem gerir það að verkum að þér líður eins og þú sért enn þá þreyttari.

Símar og sjónvörp
Fyrir utan síma á náttborðinu, þá má oft finna iPad og sjónvörp í svefnherberginu sem trufla svefninn með birtunni frá skjánum. Þetta er atriði sem við vitum öll, en alltaf gott að minna á.

Koddinn
Ef þú hefur í lengri tíma notað kodda sem hentar þér ekki, þá er það mjög líklega að hafa áhrif á svefninn þinn með tilheyrandi verkjum í vöðvum og óþægindum. Koddinn er mikilvægur og sumum finnst erfitt að finna hinn eina rétta kodda.

Gæludýr
Ertu með gæludýr sem sefur uppi í rúmi? Ef kötturinn þinn sefur eitthvað órólega munt þú gera það líka. Það er betra alla vegana að láta gæludýrin sofa í sínu eigin „rúmi“.

Makinn þinn
Þú ert eflaust með nokkrar hugmyndir um það hvernig makinn þinn getur eyðilagt svefninn þinn. Hrotur og snúningar á nóttunni, svitaköst og stuldur á sænginni en þá er spurning um að fjárfesta í stærra rúmi eða kaupa tvær aðskildar dýnur.

Gæludýr eiga ekki að sofa uppi í rúmi en það …
Gæludýr eiga ekki að sofa uppi í rúmi en það er afar algengt að kettir og hundar lúri upp í á nóttunni. mbl.is/Colourbox
mbl.is