Spennandi kjúklingagrýta með döðlum

Einstaklega bragðgóð grýta með kjúklingi og döðlum.
Einstaklega bragðgóð grýta með kjúklingi og döðlum. Ljósmynd/Colourbox

Döðlur eru eitt það vinsælasta á pizzum í dag og hér eru þær í góðum félagsskap í spennandi kjúklingagrýtu. Ekkert með döðlum getur klikkað.

Spennandi kjúklingagrýta með döðlum (fyrir 4)

 • 500 g kjúklingafille frá Ali
 • 6 döðlur
 • 5 skallottlaukar
 • 10 g smjör
 • 3 dl matvinnslurjómi
 • 1,5 msk. balsamikedik
 • 1 tsk. Kikkoman-sojasósa
 • 1 msk. kjúklingakraftur
 • ½ dl steinselja, gróft söxuð

Aðferð:

 1. Skerið kjúklinginn í litla bita.
 2. Skerið döðlurnar til helminga og fjarlægið steininn.
 3. Bræðið smjörið í potti og brúnið kjúklinginn og laukinn í 2 mínútur. Bætið þá við balsamikedikinu, rjómanum, sojasósunni og kraftinum.
 4. Látið suðuna koma upp og sjóðið á lágum hita undir loki í 5 mínútur.
 5. Bætið döðlum, steinselju, salti og pipar saman við og sjóðið áfram í 1 mínútu.
 6. Berið strax fram með því meðlæti sem óskað er.
mbl.is