Það er veisla hjá Søstrene Grene

Það er partí hjá Søstrene Grene og þér er boðið.
Það er partí hjá Søstrene Grene og þér er boðið. mbl.is/Søstrene Grene

Við elskum veislur af öllum stærðum og gerðum og það gera Søstrene Grene augljóslega líka ef marka má nýjustu partívörurnar þeirra.

Fallegir litir og munstur er það sem einkenna skreytingarnar sem henta fullkomlega fyrir barnaafmæli, skírnaveislur eða garðveisluna, sem við náum vonandi að gera nóg af með hækkandi sól.

Við erum að sjá klassískar póstulínsvörur, konfettí í regnbogans litum, servíettur með ótal mismunandi munstrum og veggskraut í mjúkum pastellitum svo eitthvað sé nefnt. Vörurnar verða fáanlegar í byrjun mars.

Hangandi skraut, borðskraut og borðbúnaður í fallegum litum.
Hangandi skraut, borðskraut og borðbúnaður í fallegum litum. mbl.is/Søstrene Grene
Krakkarnir munu elska skrautið.
Krakkarnir munu elska skrautið. mbl.is/Søstrene Grene
Veisla fyrir sanna riddara.
Veisla fyrir sanna riddara. mbl.is/Søstrene Grene
Allt til að fullkomna veisluna þína.
Allt til að fullkomna veisluna þína. mbl.is/Søstrene Grene
mbl.is