Flatey Pizza opnar í Garðabæ

Ljósmynd/Flatey Pizza

Garðbæingar geta heldur betur tekið gleði sína en greint var frá því í morgun að til stæði að opna útibú frá veitingastaðnum á Garðatorgi í byrjun maí.

Flatey Pizza á sér marga aðdáendur hér á landi og þetta verður þriðji staðurinn. Gleði Garðbæinga á samfélagsmiðlum hefur verið óbeisluð þar sem af er degi þar sem menn hafa keppst við að lýsa yfir ánægju sinni og mæra staðinn.

Áhugavert er að sjá þróunina í veitingageiranum hér á landi en veitingastaðir eru í auknum mæli að sækja út í hverfin í stað þess að einblína á miðborgina eins og áður var. Hagstæðari leigukjör auk breytinga á lífsháttum fólks útskýra að mörgu leyti þessa breytingu en ekki er langt síðan IKEA var eini veitingastaðurinn í Garðabæ með vínveitingaleyfi.

mbl.is