Kjötbollurnar sem eru að gera allt vitlaust

Ljósmynd/Linda Ben

Sumar uppskriftir eru svo frábærar að maður fer beinustu leið út í búð og kaupir í þær. Hér erum við með kjötbollurnar sem eru að gera allt vitlaust enda sneisafullar af alls konar gúmmelaði sem gerir þær guðdómegar. Það er engin önnur en Linda Ben sem á heiðurinn af þeim og hafi hún þakkir fyrir!

Ofureinfaldar og djúsí kjötbollur

 • 500 g nautahakk
 • 1 egg
 • 1 kryddostur með pipar frá Örnu mjólkurvörum
 • ¼ rauðlaukur
 • 1 hvítlauksgeiri
 • ½ pakki papriku Tuc-kex
 • 2 tsk. ítölsk kryddblanda
 • Salt og pipar
 • 250 ml Rjómi frá Örnu mjólkurvörum
 • 1 tsk. nautakraftur

Aðferð:

 1. Setjið nautahakkið í skál ásamt eggi, rifnum piparkryddosti, smátt söxuðum rauðlauk og hvítlauk, Tuc-kexi, kryddblöndu og salti og pipar. Hnoðið öllu vel saman og myndið bollur, u.þ.b. 25 stk.
 2. Setjið um það bil msk. af olíu á pönnu og steikið bollurnar á meðalhita á öllum hliðum. Hellið rjómanum á pönnuna, setjið kraftinn út í rjómann og hrærið hann saman við. Setjið lokið á pönnuna og leyfið að malla saman við vægan hita í um það bil 5-10 mín. eða þar til sósan byrjar að þykkna og bollurnar eru eldaðar í gegn.
 3. Berið fram til dæmis með sætum kartöflum með fetaosti.
Ljósmynd/Linda Ben
mbl.is