Þú vissir ekki að örbylgjuofninn gæti þetta

Örbylgjuofninn getur gert miklu meira en að poppa popp og …
Örbylgjuofninn getur gert miklu meira en að poppa popp og hita upp afganga. mbl.is/Colourbox

Við tengjum örbylgjuofninn við það að hita upp afganga og poppa. En ofninn getur svo margt annað sem okkur óraði ekki fyrir – eins og t.d. þetta.

Þú þarft aldrei að gráta aftur í eldhúsinu
Hversu oft í mánuði eða viku ætli við stöndum með tárin í augunum út af lauk? Nú þarft þú aldrei að upplifa það aftur.

  • Skerðu báða enda af lauknum.
  • Settu laukinn inn í örbylgjuofn.
  • Láttu ofninn hita laukinn í 30 sekúndur.
  • Nú getur þú skorið laukinn að vild án þess að fella tár.

Hleypt egg verður leikur einn
Hver hefur ekki glímt við að útbúa hleypt egg í helgarbrönsinum sem hefur gengið erfiðlega? Í örbylgu verður þetta leikur einn.

  • Þú skalt sjóða vatn.
  • Helltu vatninu í skál sem þolir að fara inn í örbylgjuofn.
  • Settu eggin og smá edik út í vatnið.
  • Láttu örbylgjuofninn vinna sitt í 30 sekúndur. Snúðu þá eggjunum og leyfðu öðrum 20 sekúndum að líða í ofninum.
  • Gjörðu svo vel og verði þér að góðu.
Þessi kona ætti að prófa lauk-trixið í örbylgjuofninum.
Þessi kona ætti að prófa lauk-trixið í örbylgjuofninum. mbl.is/Colourbox
mbl.is