Svona notar þú hárblásarann við matargerð

Við eigum þetta ótrúlega verkfæri inn í skáp sem okkur óraði ekki fyrir að væri svona nytsamlegt. Hárblásara getur þú notað við matargerð, hreingerningu og svo margt annað.

Fjarlægðu kertavax
Kertavax á húsgögnin? Ekkert mál að græja það bak og burt með því að leggja þunnan bómullarklút eða kaffifilter ofan á vaxið og hita svo með blásaranum þar til vaxið losnar.

Þurrkaðu föt
Þú ert að hlaupa út um dyrnar og skyrtan er enn þá blaut! Ekkert mál, þurrkaðu hana með blásaranum og drífðu þig í vinnuna.

Gefðu bollakökunum meiri glans
Eftir að þú hefur smurt frosting á bollakökurnar getur þú blásið í smá stund á kremið með hárblásaranum til að fá extra glans á kremið.

Stígvél og skór
Sull í pollum kallar á blaut stígvél eða skó. Þurrkaðu stígvélin fljótt með hárþurrkunni til að barnið komist fljótt aftur út að leika sér.

Baðspegillinn
Kannastu við að fara inn á baðherbergi eftir að einhver var í sturtu og það er móða á speglinum? Þurrkaðu bara yfir með hárþurrku og móðan hverfur á svipstundu.

Erfiðu staðirnir
Lyklaborðið á tölvu eða rýmið á bak við ofninn eru dæmi um staði sem erfitt er að ná til. Þá er snilldin ein að nota hárþurrkuna til að blása rykið upp og nota svo ryksuguna til að taka kuskið.

Frosnar matvörur
Þarftu að þíða ber eða annað úr frystinum á núll-einni? Taktu þá upp hárblásarann og láttu hann vinna verkið – svo lengi sem það er ekki heill kjúklingur sem þú þarft að þíða.

Prófaðu að þíða frosnar matvörur með hárblásaranum næst þegar tíminn …
Prófaðu að þíða frosnar matvörur með hárblásaranum næst þegar tíminn er naumur. mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert