Tiramisu-bolla með Dumle-karamellu

Þessi bolla kemur sterk inn og eflaust munu margir prófa hana á komandi dögum. Bollan kemur úr smiðju Sylvíu Haukdal og er hana að finna í Hagkaupsbæklingnum sem inniheldur fleiri snilldarbollur frá Sylvíu sem ættu að falla í kramið.

Tiramisu-bolla með Dumle-karamellu

Dumle-karamella

 • 1 poki af Dumle-karamellum
 • 2 msk. rjómi

Tiramisu-fylling:

 • 150 ml rjómi
 • 50 g mascarpone
 • 50 g rjómaostur
 • 50 g flórsykur
 • 2 msk. kaffi (uppáhellt)
 • Kakó

Aðferð:

Dumle-karamella:

 1. Látið dumle-karamellurnar í pott ásamt rjómanum og bræðið við vægan hita.

Tiramisu-fylling:

 1. Þeytið saman rjómaost, mascarpone, flórsykur og kaffi.
 2. Þeytið rjómann í annarri skál.
 3. Blandið rjómablöndunni og rjómanum varlega saman.

Samsetning:

 1. Smyrjið tiramisu-fyllingunni á botninn og stráið kakói yfir (best að nota sigti).
 2. Setjið Dumle-karamelluna á lokið og stráið að lokum meira kakói yfir.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »