Vatnsdeigsbollur Evu Laufeyjar

Eva Laufey Hermannsdóttir Kjaran.
Eva Laufey Hermannsdóttir Kjaran. mbl.is/Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Hér erum við að tala um svokallaða grunnuppskrift að öllum góðum bollum. Fyrir þá sem hafa ekki bakað vatnsdeigsbollur áður er leyndarmálið á bak við bollubaksturinn að fylgja leiðbeiningunum í þaula — annars fer allt í vitleysu.

Uppskriftin kemur úr bolludagsbælkingi Hagkaups sem inniheldur stórkostlegar uppskriftir sem nauðsynlegt er að prófa.

Vatnsdeigsbollur

10-12 stk.

  • 100 g smjör
  • 2 dl vatn
  • 110 g hveiti
  • 3 stór egg

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C (blástur).

Setjið vatn og smjör í pott og látið suðuna koma upp. Sjóðið í tvær mínútur.

Setjið hveitið út í og blandið vel saman þar til deigið er orðið mjúkt.

Leyfið deiginu að kólna í nokkrar mínútur. Þið megið færa deigið yfir í hrærivélarskál á þessu stigi eða hræra áfram með höndunum.

Bætið eggjunum saman við, einu í einu, og þeytið vel á milli.

Setjið deigið í sprautupoka og sprautið bollunum á pappírsklædda bökunarplötu en það má auðvitað nota skeiðar til þess að forma bollurnar.

Bakið við 200°C í 25 mínútur. Það er mikilvægt að opna ekki ofninn fyrstu 15 mínúturnar af bökunartímanum svo að bollurnar falli ekki.

Kælið mjög vel áður en þær eru fylltar með gómsætum fyllingum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »