Þess vegna skaltu geyma sítrónur í poka

Vissir þú að sítrónur geymast best í lokuðum poka?
Vissir þú að sítrónur geymast best í lokuðum poka? mbl.is/Colourbox

Sítrónur – við elskum þær. Sítrónur eru bragðbætandi í matargerð og í bakstur, og ekki síður mikilvægar við heimilisþrifin. En nýjustu fréttir herma að við eigum að geyma sítrónurnar í lokuðum poka.

Með öllum þessum girnilegu uppskriftum þar sem sítrónur koma við sögu er þess einnig krafist að þær séu eins ferskar og mögulegt er. Því þó að sítróna líti vel út í skál á borði er það ekki endilega besta leiðin til að geyma sítrónurnar. Í það minnsta ekki ef þú vilt fá sem mest út úr ávextinum.

Sítrónur geymast best í lokuðum poka í ísskáp. Samkvæmt bandaríska fjölmiðlinum Cooks Illustrated endast sítrónur fjórum sinnum lengur í lokuðum poka í ísskáp en þær sem eru geymdar á eldhúsbekknum eða lausar í ísskáp.

Þær sítrónur sem ekki voru geymdar í poka misstu heilmikið af rakanum á einni viku og urðu harðar og leiðinlegar. Stærðin á þeim breyttist einnig heilmikið þar sem þær skruppu saman, en það gerðu ekki þær sítrónur sem geymdar voru í pokanum. Það var líka mun auðveldara að pressa safann úr þeim sem geymdar voru í poka – enda alveg eins og nýjar eftir fjórar vikur í kæli.

mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert