77 ára og ennþá í fantaformi

Harrison Ford sést hér á frumsýnginu á nýjasta verkefni sínu …
Harrison Ford sést hér á frumsýnginu á nýjasta verkefni sínu The Call of the Wild. AFP

Einn ástsælasti leikari veraldar, Harrison Ford, er orðinn 77 ára gamall og er hvergi nærri farinn að slá af. Hann er í ótrúlega góðu líkamlegu formi og segir það mestmegnis mataræðinu að þakka og þeim breytingum sem hann gerði á því eftir að hann fór að eldast.

Hann segist hafa tekið út kjöt og mjólkurvörum. Kjötið hafi ekki lengur farið vel í hann auk þess sem það sé ekki sérlega umhverfisvænt og honum líði umtalsvert betur án þess. Hann segir að mataræði sitt sé mestmegnis fiskur og grænmeti (sem þýðir að hann hefur líka tekið kolvetni út) og að hann borði fremur lítið.

Hann fari í ræktina af og til en hann hafi í grunninn alltaf verið í góðu líkamlegu ástandi og honum líði vel — og að hann sé hvergi farinn að slá af en von er á nýrri Indiana Jones mynd á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert