Gourmet-bolla með hvítsúkkulaðirjóma og trompbitum

Ljósmynd/Nói Síríus

Hér eru lekkerheitin að gera út af við okkur enda er þessi bolla hreint stórbrotin. Við erum að tala um eina flippuðustu — en um leið vönduðustu samsetningu sem sést hefur lengi. Það er Sylvía Haukdal sem á heiðurinn að uppskriftinni sem kemur úr bollubæklingi Nóa Síríus sem má nálgast HÉR.

Gourmet-bolla með hvítsúkkulaðirjóma og trompbitum

Hvítsúkkulaðirjómi

  • 150 g Síríus hvítir súkkulaðidropar
  • 75 ml rjómi
  • 600 ml rjómi (þeyttur)
  • Hindber
  • Síríus rjómasúkkulaði með trompbitum

Súkkulaðiglassúr

  • 250 g Síríus suðusúkkulaði
  • 125 g smjör
  • 35 g flórsykur
  • 215 ml rjómi
  • 1 msk. kaffi
  • 1/4 tsk. salt

Skraut

  • Nóa Kropp Síríus hvítir súkkulaðidropar

Aðferð:

  1. Hitið 75 ml af rjómanum að suðu og hellið yfir hvítu súkkulaðidropana og hrærið vel saman. Hrærið því næst blöndunni varlega saman við þeytta rjómann.
  2. Skerið bollurnar í tvennt. Raðið hindberjum á botninn og setjið hvítsúkkulaðirjómann ofan á og síðast saxaða rjómasúkkulaðið með trompbitum.
  3. Setjið öll hráefnin í pott og bræðið á lágum hita, takið síðan blönduna úr pottinum og leyfið henni að standa aðeins meðan hún kólnar.
  4. Dýfið lokinu af bollunni í glassúrinn og skreytið með söxuðum hvítum súkkulaðidropum og Nóa kroppi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert