Hið fullkomna þriðjudagspasta

Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

Þetta er einn þessara rétta sem tekur enga stund og hægt er að henda hverju sem er í hann. Svona hér um bil. Maður nýtir það sem til er en uppskriftin kemur úr smiðju Berglindar Guðmunds á GRGS.is og er eins klassísk og þær gerast.

Hið fullkomna þriðjudagspasta

  • 250 g pasta
  • ½ - 1 blaðlaukur
  • ½ - 1 rauð paprika
  • 3-4 hvítlauksrif, söxuð
  • 400 g skinka
  • 500 ml rjómi frá Örnu
  • 2 tsk. grænmetiskraftur
  • pipar

Aðferð:

  1. Bætið elduðu pasta saman við. Piprið.
  2. Skerið grænmetið smátt og skinkuna í litla bita. Saxið hvítlaukinn smátt.
  3. Setjið olíu á pönnu og steikið grænmetið ásamt hvítlauknum. Hrærið stöðugt í á meðan og bætið þá skinkunni saman við.
  4. Hellið rjómanum út á pönnuna og grænmetiskraftinum. Hrærið vel saman og látið malla (ekki sjóða) við vægan hita í 5-10 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert