Bjóða upp á öðruvísi Öskudagsnammi

Skapti Hallgrímsson

Eitthvað er um að fyrirtæki brjóti upp hefðirnar og geri eitthvað örðuvísi á Öskudaginn. Fjallakofinn er eitt þeirra fyrirtækja sem í ár býður börnum upp á grænmeti og ávexti í staðinn fyrir hefðbundið sælgæti.

Í dag munu þúsundir barna flykkjast um stræti borgarinnar til þess að freista þess að syngja fyrir sælgæti. Þessi breyting hjá fyrirtækjum eins og Fjallakofanum mælist sérstaklega vel við hjá foreldrum en engum sögum fer enn af viðbrögðum krakkanna sjálfra.

Við ætlum að leiða líkur að því að þeim þyki uppátækið ekki svo galið enda fram úr hófi skynsköm (eins og þau eiga kyn til).

Boðið verður upp á grænmeti og ávexti í dag í …
Boðið verður upp á grænmeti og ávexti í dag í Fjallakofanum. Ljósmynd/Facebook
mbl.is