Ótrúlegt myndband sýnir tilraun til að slá heimsmetið í burrito-áti

Ljósmynd/skjáskot

Vissuð þið að það er til fólk sem hefur kappát að atvinnu? Svokallaðar kappætur. Hér sjáum við hina ótrúlegu Leah Shutkever reyna við sitt eigið heimsmet í burrito-áti og þið verðið eiginlega að sjá myndbandið til að trúa okkur.

Leah er ekki aðeins ótrúleg hraðæta heldur er hún sú snyrtilegasta í bransanum. Við efumst um að nokkur gæti sporðrennt heilu risa-burrito á jafn snyrtilegan hátt og hún — hvað þá jafn hratt.

Þetta er sannarlega nánast of gott til að vera satt.

Ljósmynd/skjáskot
mbl.is