Sláandi staðreyndir um myntu

Mynta er stórkostleg kryddjurt og við ættum að njóta hennar …
Mynta er stórkostleg kryddjurt og við ættum að njóta hennar oftar. mbl.is/Colourbox

Mynta er ekki bara eitthvað sem við merjum saman og notum út í drykkinn mojito um helgar — svo langt í frá. Því kryddjurtin býr yfir svo mörgum öðrum leyndardómum.

Þessi ilmandi græna jurt á uppruna sinn að rekja til Vestur-Asíu og Suður-Evrópu, en vex nú um allan heim. Í dag finnast yfir 100 afbrigði af myntu og þess vegna heitir hún oft og tíðum mismunandi nöfnum víðs vegar um heiminn. Kringum 25 undirtegundir eru í sömu „ætt“ og mynta og þar ber að nefna rósmarín, timían og oregano.

Mynta vex mjög hratt og greinar hennar geta orðið allt að hálfur metri að lengd. Jurtin ilmar dásamlega, eða það finnst okkur mannfólkinu í það minnsta, þó að skordýr þoli ekki lyktina af jurtinni.

Mynta þykir einstaklega góð fyrir magann og hjálpar til ef þú glímir við loft í maga. Og í myntu má finna helling af vítamínum eins og A-, C- og E-vítamínum, kalsíum, magnesíum, járni og omega-3 fitusýrum.

Það er sem sagt full ástæða til að nota myntu oftar í matargerð.

Mojito er þekkt fyrir að hafa nóg af myntu.
Mojito er þekkt fyrir að hafa nóg af myntu. mbl.is/Colourbox
mbl.is