Smartasti rafmagnsketill heims er hér

Alveg geggjaður rafmagnsketill fyrir þá sem elska stílhreint yfirbragð í …
Alveg geggjaður rafmagnsketill fyrir þá sem elska stílhreint yfirbragð í eldhúsið. mbl.is/Stelton

Þegar gæði og góð hönnun taka höndum saman er fátt sem klikkar. Stelton er vel þekkt fyrir stílhreinu kaffikönnuna EM77 sem er fáanleg í óteljandi litum og útgáfum og virðist ekkert lát á.

Þessi klassíska kaffikanna, eða hönnun hennar og stíll, er nú fáanleg sem rafmagnsketill. Það er akkúrat svona sem við myndum vilja stilla upp á borð og sjóða vatnið okkar í tebollann eða fyrir núðlurnar.

Stelton er þekkt fyrir fallega hönnun á kafffikönnum og öðrum …
Stelton er þekkt fyrir fallega hönnun á kafffikönnum og öðrum hlutum fyrir heimilið. mbl.is/Stelton
mbl.is