Trylltar nýjungar frá fagurkeranum Bitz

Nýir salt- og piparstaukar frá meistara Bitz voru að koma …
Nýir salt- og piparstaukar frá meistara Bitz voru að koma á markað. mbl.is/Bitz

Við elskum nýjungar – sérstaklega frá meistara Bitz sem heldur áfram að færa okkur nýjar freistingar fyrir eldhúsið.

Eitt af því heitasta frá Bitz þessa dagana eru nýir salt- og piparstaukar sem passa fullkomlega með matarstellinu sem við þekkjum svo vel. Vörurnar verða fáanlegar í þeim vinsælu litum sem prýða m.a. diska og skálar frá fyrirtækinu. Toppurinn á staukunum er úr eik sem gefur hlýju á móti keramíkinni og ákveðinn karakter.

Aðrar nýjungar eru kaffibollar, salatáhöld og súpuskál. En skálin og bollarnir þola uppþvottavél, örbylgjuofn, 18°C frost sem og 220°C hita.
Við erum til í þetta allt saman! 

Salt- og piparstaukarnir finnast í litríkri keramík með eikartoppi sem …
Salt- og piparstaukarnir finnast í litríkri keramík með eikartoppi sem setur sinn svip á vöruna. mbl.is/Bitz
Geggjaðir kaffibollar í fallegum litatónum að innanverðu.
Geggjaðir kaffibollar í fallegum litatónum að innanverðu. mbl.is/Bitz
Ný súpuskál sem þolir bæði frost og háan hita.
Ný súpuskál sem þolir bæði frost og háan hita. mbl.is/Bitz
Ný salatáhöld frá Bitz.
Ný salatáhöld frá Bitz. mbl.is/Bitz
mbl.is/Bitz
mbl.is