Salatið sem matgæðingarnir elska loksins ræktað hér á landi

Magnús Skúlason og Sigurlaug Sigurmundsdóttir.
Magnús Skúlason og Sigurlaug Sigurmundsdóttir.

Það er fátt gleðilegra en þegar nýjar afurðir líta dagsins ljós frá grænmetisræktendum hér á landi og hvað þá ef fyrir valinu verður afurð sem flestir hafa lesið um í erlendum uppskriftabókum og tímaritum en hingað til ekki haft aðgang að.

 Hér erum við að tala um rósasalat sem stundum er einnig kallað smjörsalat en á ensku kallast það butter leaf. Nafnið er dregið af útliti þess þar sem lögun blaðanna og myndun salathöfuðsins svipar mjög til rósaknúps. Rósasalatið þykir einstaklega fallegt og þægilegt í meðförum og hefur verið sérstaklega áberandi í lágkolvetna-uppskriftum þar sem það er notað í staðinn fyrir brauðmeti ýmiss konar eins og í taco.

Það eru hjónin Magnús Skúlason og Sigurlaug Sigurmundsdóttir á garðyrkjustöðinni Hveratúni í Laugarási sem rækta þetta fallega rósasalat en þau hófu ræktunina í byrjun árs 2020 og verður það ræktað allan ársins hring í öflugum gróðurhúsum þeirra. Ljóst er að rósasalatið verður kærkomin viðbót við íslenska grænmetisflóru en salatið hefur mjög góðan líftíma og fer vel með öllum mat.

Magnús Skúlason, Sigurlaug Sigurmundsdóttir og starfsfólk
Magnús Skúlason, Sigurlaug Sigurmundsdóttir og starfsfólk
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »